Lofa að vera meira aktív núna og ég er að setja saman í einn póst fyrir ykkur með nýrri síðu sem ég var að finna! Hún sendir beint frá UK og það eru nokkrar verslanir á Íslandi sem selja frá þessari verslun bara með um 200-300% álagningu, þannig að þetta er flott fyrir þær sem vilja næla sér í sumardress á miklu lægra verði - fylgjist með!
Í dag var ég að skoða gömlu góðu Wholesale-dress.net og sjá hvort það væri eitthvað spennandi þar, ég er búin að sjá íslensku Facebook verslanirnar setja inn svo mikið af flottu skarti upp á síðkastið og ég veit að margar þeirra versla frá Kína. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn en um leið og þið farið að skoða þessar ódýru síður sjái þið sömu föt og sama skart bara miklu ódýrara !
Ég fann eitt hrikalega sætt hálsmenn og einn fallega kóngabláan kjól sem ég er að spá í að skella mér á! Hálsmenið er á aðeins 2.39$ USD og kjóllin á 8.95$ USD sem er engin peningur, auðvitað bætist sendingagjald og tollur ofan á það en endilega skoðið síðuna til hliðar um auka kostnað til að geta reiknað út rétt verð!
Smellið á myndirnar til að fara beint inn á síðuna og skoða vöruna - kaupa - ekki kaupa - skoða eitthvað allt annað - hvað sem er :)


Áður en þið pantið föt frá Kína munið að skoða stærðarleiðbeiningarnar hér til hliðar hjá mér, ég hef brennt mig á ýmsu og vona að ég geti komið ykkur hjá því að lenda í því sama!
Happy shopping!
xxx Heidi
Good article, read more here:
ReplyDeletehttp://www.fashiontrends.pk/