Sendinga aðferðir


Allar þessar síður bjóða upp á mismunandi sendingaaðgerðir til Íslands(nú eða annarra landa ef þið eruð stödd þar). 

Ég hef hingað til notað hraðsendingar þegar ég panta frá Asíu og nota DHL eða UPS. Hinsvegar er það mun dýrara heldur en að nota Póstinn sem kallast þá "ground mail" eða "domestic mail" á síðunum. 
Það tekur um 3-5 daga að fá pakkann heim eftir að hann er tilbúin úti á lager hjá þeim ,með DHL og UPS, og þeir keyra allveg heim að dyrum. Það hinsvegar kostar næstum jafn mikið og varan sjálf að nýta sér hraðsendingarnar. Ef sent er með ódýrustu aðferðinni þá tekur það um 20-30 daga að berast á pósthúsið þitt eftir að pöntuninn er tilbúin úti.

Á myndinni hér að neðan sést pöntun með 3 hlutum - peysu, síðum bol og hálsmeni - án sendingar kostar þetta 16$ og síðan bjóðast þessir fjórir sendingamöguleikar. Eftir því sem vörurnar eru fleiri þá hækkar sendingin - EN hún hækkar hinsvegar ekki mikið. Því verður hver hlutur ódýrari eftir því sem hlutirnir eru fleiri. 
Oftast vel ég DHL en stundum geta aðrir möguleikar verið ódýrari ef ég er með fleiri vörur. Ég hef sjaldnast þolinmæði í að bíða eftir China post.




No comments:

Post a Comment