Hvað þarf að varast við kaupin ?

Það eru nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga þegar verslað er ódýrar vörur frá Kína/Asíu.
Ég hef brennt mig á þessu flestu og ætli því að deila því sem ég hef komist að að þurfa að passa sig á. Það er helst þetta þrennt:
  • Stærðir 
  • Litir 
  • Efni 
Stærðir, litir, efni og aukahlutir
Þegar verslað er á netinu þarf að skoða allar stærðir rosalega vel. Lesa vel stærðartöflurnar og skoða hversu margir sentimetrar eru gefnir upp undir myndinni við hverja flík(sérstaklega one size flíkur). Einnis að skoða hvaða litir eru í boði og lesa vel hvort að varan sem þú ætlar að kaupa sé í sama lit og á myndinni - það er ekki endilega alltaf þannig. 
Það sést ekkert alltaf á myndinni hvernig efni flíkurnar eru úr en það getur skipt miklu máli upp á notagildi,þægindi og endingu flíkurnar hvort hún er úr bómul eða akríl til dæmis. 
Allir aukahlutir á flíkum eins og tölur, reimar, sylgjur eða annað áfast er slæmt - þetta á það til að detta af og er ágætt að hafa það í huga þegar verslað er.
Hér fyrir neðan er mynd af upplýsingatöflu sem eru fyrir neðan hverja vöru hjá Wholesale-dress.net 

Nauðsynlegt að skoða þessar töflur vel því það er auðvellt að falla fyrir myndinni og ætla að kaupa en síðan kemur flíkin og er allt of lítil eða úr vondu efni/rangur litur ! Trúið mér, ég hef lent í þessu öllu saman ;) 



No comments:

Post a Comment