Pages

Hvernig reikna ég fullt verð ?

Það er ekki nóg að skoða verðin á síðunum því það bætist alltaf við dágóður sendingakostnaður og síðan tollurinn þegar varan er komin til Íslands!

Hinsvegar eru fötin, skórnir og fylgihlutirnir ódýrari en hér heima í flestum tilfellum þrátt fyrir þennan auka kostnað. 

Einfaldasta reikniformúlan er að taka verð vörunnar í dollara , margfallda með gengi dollarans og margfalda það með 2.8 . 
Ef varan, t.d peysa(sjá mynd fyrir neðan) kostar 8 dollara og gengið er 122 eins og í dag þá gerir það 976 krónur fyrir vöruna án tolls og sendingakostnaðar. Það verð er síðan margfalldað með 2.8 og fæst þá 2732 krónur sem er þá fullt verð með öllum gjöldum fyrir peysuna. 

Hægt er að sjá gengi dollarans inn á www.arionbanki.is. 

Þá er komið fullt verð með sendingu og tolli , GRÓFLEGA reiknað. Ég notaði ótal mismunandi sendingar til að finna út 2.8 stuðulinn og hann er ekki 100% nákvæmur auðvitað enda sendingagjald mismunandi en hann gefur ykkur ákveðna hugmynd um fullt verð með öllu. 

Ég hef alltaf reiknað allt í excel eins og sést hér  á myndinni fyrir neðan og er auðvellt að búa til slíkt skjal í tölvunni hjá sér til að reikna fyrir sig loka verð.



No comments:

Post a Comment