Pages

Að kaupa ódýr föt í stærri stærðum

Ég hef oft fengið spurningar frá stelpum sem eru að leita af stærri stærðum,!

Flest "one size fits all" fötin eru í stærðum small/medium en af reynslu af því að vinna í fatabúð veit ég sjálf að föt í large og x-large klárast alltaf fyrst! Við erum nú ekki allar 42 kíló , ónei!

Það er lang fljótlegast og einfaldast að skrifa "plus size" inn í leitar gluggan (Search) á síðunni og skoða niðurstöðurnar sem koma. Það koma bæði niðurstöður fyrir stærri föt og stærri skó. Oftast eru þetta bolir og blússur sem koma upp en Wholesale-dress.net er líka með æðislegar leggings sem koma upp í XXXL. 
Þessar leggings kosta aðeins 9.5$ og eru fáanlegar í allskonar litum, þess virði að prófa ef þið eigið erfitt með að finna góðar leggings sem passa! Til að skoða þær ýtið hér = Svartar leggings.

Það gildir það sama um stærri stærðirnar eins og ONE SIZE fötin að það þarf að skoða vel centimetra töflurnar fyrir neðan myndirnar. Þar er hægt að sjá nákvæm mál á brjóstum, mitti, maga, lærum, kálfum  og nú þurfa allar bara að grípa málbandið og mæla sig! Ég hef hingað til geta treyst þessum málum þannig að ef málin passa þá sleppur þetta!

Þeir hjá Wholesale-dress.net eru farnir að framleiða fleiri og fleiri föt í stærðum og koma þá uppí XXL eða XL. Það gildir samt það sama að það þarf að skoða sentimetrana og mæla sig til að vera viss, XL í Asískum fötum er ekki endilega það sama og í Evrópskum fötum!


No comments:

Post a Comment