Pages

Wednesday, April 17, 2013

www.boohoo.com

Loksins fann ég mér nýja búð!

www.boohoo.com <3

Ég er alltaf föst í að panta frá sömu búðunum að utan og ekkert smá gaman að finna eitthvað nýtt, kannski hafa íslenskar stelpur verið að panta frá þessari búð í langan tíma ? Allavega hefur engin minnst á það við mig haha!

Ég pantaði mér:
Maxi kjól - Þennan hérna
Einn víðan "vinnubol" - Þessi hér - rosa þægilegur!
High-waist disco leggins - Svona fjólubláar!

Stærðirnar voru auðveldar - bara týpískar UK stærðir og fín viðmiðunartafla við hverja flík, ég reyndar var aðeins of bjartsýn í leggings og hefði þurft einu númeri stærri! Sel þær bara hehe :) 

Þessar fallegu flíkur kostuðu mig samtals 73 Evrur sem er um 11242 krónur - síðan borgaði ég tolla og önnur gjöld þegar pósturinn kom með þetta upp að dyrum heima og það var samtals 5892 krónur! 
Þessir fjórur hlutir kostuðu því 17.134 krónur samtals með öllu. 

Ég pantaði þetta á laugardagskvöldi og pósturinn bankaði uppá á fimmtudagskvöldinu - semsagt bara 4 virkir dagar sem er SÚBER fínt ef manni vantar kjól eða dress fyrir djamm/veislu/eitthvað sem er stutt í!

Þegar þið flettið í gegnum síðuna þá sjáið þið að það eru íslenskar vefverslanir og ein verslun meira segja í Kringlunni með sömu föt og til viðmiðunar þá kostar Maxi kjóllinn 12900kr hér heima og disco leggings 5900 kr - frá nákvæmlega sama merki ! Sólgleraugun og vinnubolurinn voru því bara bónus ;) 

Vonandi gagnast þetta ykkur og ég pósta að sjálfsögðu inn um leið og ég panta meira !

Happy shopping

xxx
Heidi

Nýtt í dag!

Loksins kemur inn nýtt blogg frá mér!

Lofa að vera meira aktív núna og ég er að setja saman í einn póst fyrir ykkur með nýrri síðu sem ég var að finna! Hún sendir beint frá UK og það eru nokkrar verslanir á Íslandi sem selja frá þessari verslun bara með um 200-300% álagningu, þannig að þetta er flott fyrir þær sem vilja næla sér í sumardress á miklu lægra verði  - fylgjist með!

Í dag var ég að skoða gömlu góðu  Wholesale-dress.net og sjá hvort það væri eitthvað spennandi þar, ég er búin að sjá íslensku Facebook verslanirnar setja inn svo mikið af flottu skarti upp á síðkastið og ég veit að margar þeirra versla frá Kína. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn en um leið og þið farið að skoða þessar ódýru síður sjái þið sömu föt og sama skart bara miklu ódýrara !

Ég fann eitt hrikalega sætt hálsmenn og einn fallega kóngabláan kjól sem ég er að spá í að skella mér á! Hálsmenið er á aðeins 2.39$ USD og kjóllin á 8.95$ USD sem er engin peningur, auðvitað bætist sendingagjald og tollur ofan á það en endilega skoðið síðuna til hliðar um auka kostnað til að geta reiknað út rétt verð!

Smellið á myndirnar til að fara beint inn á síðuna og skoða vöruna - kaupa - ekki kaupa - skoða eitthvað allt annað - hvað sem er :)

 


 

Áður en þið pantið föt frá Kína munið að skoða stærðarleiðbeiningarnar hér til hliðar hjá mér, ég hef brennt mig á ýmsu og vona að ég geti komið ykkur hjá því að lenda í því sama!

Happy shopping!

xxx Heidi